Færsluflokkur: Bloggar
25.6.2007 | 18:42
megabongó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 17:00
alltaf sama blíðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 16:43
Hætt, farin búið bless...
ekki hér samt.
En við erum flutt. Matti er hættur á Lyngheimum og ég á Brákó. Það var tárvot kveðjustund hjá mér í gær, síðasta daginn minn á Brákarborg en í tilefni af því fór ég áðan og skrifaði undir ráðningarsamning á nýja vinnustaðnum. Ég staðfesti einnig vistunina fyrir Matta á nýja staðnum svo þetta er allt að smella.
Annars er ég netlaus sem stendur og stelst því á netið þar sem ég er í heimsókn þá stundina.. vonandi fæ ég netið samt sem fyrst. Þá getið þið lesendur kærir fylgst með æsispennandi grassprettu í nýja garðinum eða hvort búið sé að brjóta saman allan þvottinn
P.s. Kæru vinir hans Halls sem halda að konan hanns sé að yfirgefa hann á Selfoss, hafi náð að klára kennó án þess að þeir yrðu þess variri og eignast 3 ára Mattaling... afsakið ónæðið að þið þekkið vini ykkar ekki betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.5.2007 | 17:24
kvíðablandin ánægja
Já, nú er bara svo komið að B.Ed náminu er lokið. Svei mér þá alla mína daga ef mig var ekki bara farið að lengja oggopons eftir þessum degi. En ánægjan yfir að hafa skilað síðasta verkefninu er þó kvíðablandin. Ég fyllist angist í hvert skipti sem ég athuga með einkunnir yfir því að ég hafi kannski skilað vitlausu lokaverkefni eða að eitthvað fo*** hafi valdið því að vettvangstengda- val- skýrslan hafi á einhvern hátt ofboðið siðferðiskennd leiðbeinandans og hún ákveðið að fella mig á síðustu metrunum. Í raun hef ég enga trú á þessu... en hef það samt
En sem betur fer hef ég lítinn tíma til að velta mér upp úr því. Vegna þess að eftir nákvæmlega viku verð ég aftur orðin Sunnlendingur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vina og kunningja til að segja mér að þetta séu mistök (þ.e. að flytja á Selfoss) þá hef ég sett upp á mig snúð og ákveðið að horfa ekki á það neikvæða heldur það jákvæða við þessa flutninga. Til dæmis mun þetta verða fyrsta sumarið síðan 2002 sem ég mun upplifa alvöru sumar, því allir vita að veðrið er best á suðurlandi. Ekki sami rokrassinn og Grafarvogurinn. Það mun væntanlega líka verða styttra til flestra ættingja og það má túlka það sem jákvætt.. he he.. eða svona jú jú. Já það verður líka MJÖG jákvætt að fá garð, auka herbergi og að búa á jarðhæð.. ekki á þriðju hæð í blokk. Já já og margt fleira. Þið getið bara strax farið að öfunda mig elskurnar mínar
Anyway ég ætla að skella inn nokkrum myndum líka...
Kyrtan eða kirtan... hvernig sem það er skrifað
Lára og Lilja að skoða eitthvað óhemju áhugavert.. í básnum okkar ;)
Skálað fyrir deginum og árunum þremur já og væntanlega líka fyrri bjartri framtíð
svo að síðustu er hérna mynd fyrir Láru af barnaaðstöðunni við leiguhúsið..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.5.2007 | 21:12
Allt alveg kreisí
Svona standa semsagt málin, á morgun klukkan 3 verð ég búin með skólann. Einnig er ákaflega líklegt að ég verði aftur orðinn sunnlendingur eftir eina og hálfa viku.
En nú er það bara að klára síðasta hjallan, 10-15 bls leiðabók sem ég er ekki enn byrjðu á og déskollans klukkan er farin að ganga tíu. Annars er síðasta vika- hálfur mánuður búinna vera frekar bissí, og í kjölfarið þá er ég bara bókstaflega á síðustu orkudropunum.
Líkaminn minn er bara að gugna undan álaginu og ég er veik í fyrsta skipti í allan vetur eða svona næstum því. Ég man allavega ekki hvenær það var sem að ég veiktist síðast. Svo helltist bara í mig hálsbólga í fyrrinótt og í dag var ég með hita á generalprufunni fyrir kynninguna. Ekki alveg til að hjálpa til. Matthías tók líka svona klassíska prófa/verkefna veikinda törn og vaknaði í gær morgun með bullandi hita og lá í móki nánast allan gærdag.
En á svona stundum þakkar maður bara fyrir það að eiga góðann mann sem styður við bakið á manni
En já aftur að fluttningunum, við erum trúlega að flytja 26 maí. Við fórum að skoða um helgina húsið og það var nú hálf asnalegt að koma bara og skoða þar sem þau voru að mála og gíra og græja fyrir okkar komu!!
Anyway... best að klára síðasta "hengslast yfir word" kvöldið með stæl og klára fyrir miðnætti, bara 10-15 bls eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 21:47
Þá verður maður víst að horfa á kosningasjónvarpið
Bölvuð ekkisens vandræði eru það. Núna neyðist maður til að horfa á kosningasjónvarpið á laugardaginn þar sem Ísland komst ekki áfram.
Ég vil samt bæta við færsluna að ég vann Jón Óla 4-3 í samkeppninni um það hver kæmist áfram...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 18:30
af oss í kross
Nokkrir punktar
- Ég næ ekki að sofa upp í vitleysuna síðan fyrir skilin!
- Matthíasi hlakkar svo til að fara á spítalan í hálskirtlatöku. Þrátt fyrir loforð um að það verði svaka svaka vont, því hann frétti af ótæmandi magni af ís sem í boði yrði vikuna eftir spítalaleguna.
- Matti er búinn að fatta að ginnungagap hefur opnast undir matarborðinu okkar. Hefur það reynst vel að "missa" matinn sem honum þykir ekki svo góður á síðustu misserum.
- Ég mætti óskiljanlegri karrembu áðan í Húsasmiðjunni þegar að ég fór að kaupa Juðara og sandpappír. En ég nenni ekki að útskýra það frekar.
- 3 og 1/2 árs gamla barnið mitt talar tungum. Hann svarar á útlensku ef ég er að tala við hann sem dæmi "Matthías varstu búinn að taka upp kubbana?" svar "no" útlegst sem enska, öðru hvoru kemur svo líka "yes" en mun sjaldnar. Já og svo syngur hann líka á "ensku" "nakjankja tjúnniíal ljakjakja tjúnniíal"
- það eru ekki nema 25 dagar í flutninga og 10 dagar eftir af skólanum.... Mér finnst það næstum jafn ógnvekjandi og það er ánægjulegt
æi ... ég ætla að fara að pússa meira ...
tata
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 14:53
dísúskræst hvað þetta er ánægulegt
Búið að skila lokaritgerð!
Held að ég leggi mig bara... eða lesi skáldsögu.. eða horfi bara á sjónvarpið eða eða valmöguleikarnir eru óteljandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2007 | 10:15
Fordómar eða vanþekking?
Á síðustu vikum og mánuðum hef ég sökkt mér niður í lestur góðra bóka. Bækur á borð við Multicultural Education, Beyond heroes and Hollidays, The multicultural Park og svo framvegis og framvegis. EN það er nokkuð sem vekur með mér ugg, ekki er það framtíð ungómsins á íslandi þar sem ég get ekki betur séð en að fjölmenningarleg kennsla sé nýjasta trendið í íslensku menntakerfi, og þó fyrr hefði verið.
NEI það er eingöngu áhyggjur af sjálfri mér og minni fjölskyldu sem ég ætla að viðra hér. Því þrátt fyrir að ég sé af meirihluta hóp hér á landi, þá sæti ég fordómum. Ekki bara sem kona NEI NEI, því ég stefni með hraðbyr yfir heiðina og til búsetu á Selfossi.
"Selfoss, hvað í ósköpunum ætlaru að gera þangað?" "Heheeee hnegggg.. ertu búin að kaupa spojler á bílinn?" "En bíddu hvað? afhverju? hvernig?" "Hvað í ósköpunum kemur ykkur til að vilja verða Selfyssingar?".. og þetta er aðeins brot af þeim viðbrögðum sem maður fær skellt í smettið þegar spurt er um hvað gera skuli eftir skólann.
En þetta er bara vanþekking eða hvað... Ég meina Keflvíkingar þeir eru með spojler og strípur, þeir eru líka "mökka tanaðir" eins og þeir séu ekki fastir á suð-vesturlandi heldur hafi dvalið í HELVÍTI frá blautu barnsbeini...
Selfyssingar eru jú með strípur og spojler en þeir eru meira svona appelsínugulir heldur en brúnir svo ég tel að þetta sé mikið gulrótarát frekar en eitthvað annað. HA HA plús fyrir mig!
Svo eru það AKUReyringarrnir. Rúnturinn, bílar sem heyrist ógurlega hátt í, sjallinn, strípur, og harðmælgi... þarf ég að segja eitthvað meira.. ég held ekki.
En til að svara þessum ofantöldu spurningum um ástæður flutninganna þarftu að spyrja mig í eigin persónu en það er ein spurning/ staðhæfing sem ég ætla að kasta út hér í lokin.
Er það ekki málfræðilega vitlaust að segja selfFYSSINGAR því orðið foss er ekki fyss um fyss frá fyssi til fyss.... er það ekki algerlega rétt hjá mér að það er foss um foss frá fossi til foss.. jú ég held það enda kem ég frá Fossi.. því myndi ég halda að orðið ætti að vera Selfossingar, enda er það sem ég ætla mér að verða Selfossingur ekki fyssingur svo þið getið hætt þessum fordómum.
Og Lára fyrirgefðu fyrirfram þetta með Helvítið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2007 | 23:29
Baggalútur klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
Baggalútur hefur fengið stórstjörnur Íslandssögunnar til liðs við sig og blogga þeir hver sem betur getur... gott og gleðilegt og kætir fyrir svefninn! www.baggalutur.is
"Sælgætisverð Hjálmar Jónsson frá Bólu | bola.blogfrenzy.dk Fari þessir grábölvuðu andskotans söluturnatittir í bullsjóðandi heitasta helvíti allir sem einn. Að geta ekki drulludéskotast til að lækka sykurleðjuna heldur halda áfram að okra á okkur undirtroðnum akfeitum smælingjunum. Landeyður og lyddur, allir sem einn - og ekkert nema andskotans..."
aðeins eitt lítið dæmi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)