Fordómar eða vanþekking?

Á síðustu vikum og mánuðum hef ég sökkt mér niður í lestur góðra bóka. Bækur á borð við Multicultural Education, Beyond heroes and Hollidays, The multicultural Park og svo framvegis og framvegis. EN það er nokkuð sem vekur með mér ugg, ekki er það framtíð ungómsins á íslandi þar sem ég get ekki betur séð en að fjölmenningarleg kennsla sé nýjasta trendið í íslensku menntakerfi, og þó fyrr hefði verið.
NEI það er eingöngu áhyggjur af sjálfri mér og minni fjölskyldu sem ég ætla að viðra hér. Því þrátt fyrir að ég sé af meirihluta hóp hér á landi, þá sæti ég fordómum. Ekki bara sem kona NEI NEI, því ég stefni með hraðbyr yfir heiðina og til búsetu á Selfossi.
"Selfoss, hvað í ósköpunum ætlaru að gera þangað?" "Heheeee hnegggg.. ertu búin að kaupa spojler á bílinn?" "En bíddu hvað? afhverju? hvernig?" "Hvað í ósköpunum kemur ykkur til að vilja verða Selfyssingar?".. og þetta er aðeins brot af þeim viðbrögðum sem maður fær skellt í smettið þegar spurt er um hvað gera skuli eftir skólann.

En þetta er bara vanþekking eða hvað... Ég meina Keflvíkingar þeir eru með spojler og strípur, þeir eru líka "mökka tanaðir" eins og þeir séu ekki fastir á suð-vesturlandi heldur hafi dvalið í HELVÍTI frá blautu barnsbeini...
Selfyssingar eru jú með strípur og spojler en þeir eru meira svona appelsínugulir heldur en brúnir svo ég tel að þetta sé mikið gulrótarát frekar en eitthvað annað. HA HA plús fyrir mig!
Svo eru það AKUReyringarrnir. Rúnturinn, bílar sem heyrist ógurlega hátt í, sjallinn, strípur, og harðmælgi... þarf ég að segja eitthvað meira.. ég held ekki.  

En til að svara þessum ofantöldu  spurningum um ástæður flutninganna þarftu að spyrja mig í eigin persónu en það er ein spurning/ staðhæfing sem ég ætla að kasta út hér í lokin.

Er það ekki málfræðilega vitlaust að segja selfFYSSINGAR því orðið foss er ekki fyss um fyss frá fyssi til fyss.... er það ekki algerlega rétt hjá mér að það er foss um foss frá fossi til foss.. jú ég held það enda kem ég frá Fossi.. því myndi ég halda að orðið ætti að vera Selfossingar, enda er það sem ég ætla mér að verða Selfossingur ekki fyssingur svo þið getið hætt þessum fordómum. 

 

Og Lára fyrirgefðu fyrirfram þetta með Helvítið...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Já og svo eru meiri líkur á að við hittumst þegar þú flytur á Selfoss.... og það spilar náttúrulega veiga sess í ákvörðuninni.  Nei það var samt dásó að hitta þig vinkona.

Anna Sigga, 29.4.2007 kl. 12:22

2 identicon

Hahahaha... Brynja mín, þér er fyrirgefið þetta með helvítið... þó að ég hafi dvalið þar í langan tíma, þá er ég ekki með neitt af þessu og það er alveg dagsatt!!! Ekker tan, engan spolier - allavega ekki á bílnum  og ekki litarögn í hárinu enda dæmalaust fallega rottu-skolhærð .

Eníhú... ég kem sko í heimsókn á Selfoss, Selfossingurinn þinn...

Lára (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:41

3 identicon

Brynja, ekki reyna þetta. Það vita allir að Jón Óli þráir ekkert frekar en að fá sér strípur í hárið, spojler á bílinn og appelsínugult tan.

Hann bara þorir ekki að gera það í Reykjavíkinni þar sem hann myndi sæta fordómum á við þá sem þú telur upp hér að ofan.

Magga (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Magidapokus

Vitið þið nú bara hvað, ég fór á vefpúkann, og þar er orðið SELFYSSINGUR viðurkennt, já já það er boðið semleiðrétting á fína orðinu mínu um Selfossingana

Magidapokus, 30.4.2007 kl. 13:58

5 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Selfoss? Ég er enn að kaupa þetta, en mér er alveg sama hvort þú fáir þér spojler eða ekki.

Guðlaugur Kristmundsson, 1.5.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband