8.8.2007 | 17:08
Ahh
ég er komin aftur eftir mánaðar bloggfrí. Tilefni endurkomunnar er sú að veruleikinn er að berja dyra hjá okkur hér á Selfossi. Matthías byrjaði á leikskólanum á föstudaginn var og ég og Jón klárum sumarfríið á sunnudaginn næsta.
Sumarið er búið að vera ljómandi gott, við erum búin að fara á Bíldudal og svo núna um helgina fórum við í Ásbyrgi, á Mývatn, Húsavík og vorum eina nótt í Kjarnaskógi á Akureyri. Það ringdi nú svolítið á okkur fyrir norðan en það gerði lítið til við eigum svo gasalega gott tjald
Og á á meðan ég man þá á ég AFMÆLI Í DAG!!!
Jón Ólafur sýnir gríðarlega takta í markinu á Selalækjar- ættarmóti í júlí
Fall er fararheill! Það sprakk á miðjum Sprengisandi.
Í Ásbyrgi var setið inni í tjaldi og spilað þar sem veðrið bauð ekki upp á margt annað.
Matthías Veigar að príla í trjánum á Fossi
Athugasemdir
Kíkti fyrst og fremst til að ..... til hamingju með afmælið Brynja mín Hljómar vel sumarfríið ykkar
Anna Sigga, 8.8.2007 kl. 20:49
Til hamingju með afmælið gamla! Hafðu það gott og ég hlakka til að sjá þig...
Lára (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:16
Til hamingju með afmælið, again!
Fékkstu ekki sms-ið frá mér í gær? Bara að pæla því ég fékk ekkert til baka :)
Magga (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:33
Takk fyrir kveðjurnar skvísur.
Magga ég fékk ekkert sms frá þér en kveðjan er góð hér ;)
Magidapokus, 10.8.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.