kvíðablandin ánægja

Já, nú er bara svo komið að B.Ed náminu er lokið. Svei mér þá alla mína daga ef mig var ekki bara farið að lengja oggopons eftir þessum degi. En ánægjan yfir að hafa skilað síðasta verkefninu er þó kvíðablandin. Ég fyllist angist í hvert skipti sem ég athuga með einkunnir yfir því að ég hafi kannski skilað vitlausu lokaverkefni eða að eitthvað fo*** hafi valdið því að vettvangstengda- val- skýrslan hafi á einhvern hátt ofboðið siðferðiskennd leiðbeinandans og hún ákveðið að fella mig á síðustu metrunum. Í raun hef ég enga trú á þessu... en hef það samt Crying

En sem betur fer hef ég lítinn tíma til að velta mér upp úr því. Vegna þess að eftir nákvæmlega viku verð ég aftur orðin Sunnlendingur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vina og kunningja til að segja mér að þetta séu mistök (þ.e. að flytja á Selfoss) þá hef ég sett upp á mig snúð og ákveðið að horfa ekki á það neikvæða heldur það jákvæða við þessa flutninga. Til dæmis mun þetta verða fyrsta sumarið síðan 2002 sem ég mun upplifa alvöru sumar, því allir vita að veðrið er best á suðurlandi. Ekki sami rokrassinn og Grafarvogurinn. Það mun væntanlega líka verða styttra til flestra ættingja og það má túlka það sem jákvætt.. he he.. eða svona jú jú. Já það verður líka MJÖG jákvætt að fá garð, auka herbergi og að búa á jarðhæð.. ekki á þriðju hæð í blokk. Já já og margt fleira. Þið getið bara strax farið að öfunda mig elskurnar mínar Whistling

Anyway ég ætla að skella inn nokkrum myndum líka...

bauma og fjöl 070

 

 

 

 

 

 

Kyrtan eða kirtan... hvernig sem það er skrifað

bauma og fjöl 089

 

 

 

 

 

 

 

Lára og Lilja að skoða eitthvað óhemju áhugavert.. í básnum okkar ;)

bauma og fjöl 121

 

 

 

 

 

 

 

Skálað fyrir deginum og árunum þremur já og væntanlega líka fyrri bjartri framtíð

bauma og fjöl 149

 

 

 

 

 

 

svo að síðustu er hérna mynd fyrir Láru af barnaaðstöðunni við leiguhúsið..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næs! Congrats með þetta allt saman.

Barnaaðstaðan við leiguhúsið lítur asskoti vel út, það er spurning að nota einn daginn í sumarfríinu og kíkja til ykkar. Hef ekki enn séð nýjasta fjölskyldumeðliminn!

Magga (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:17

2 identicon

Ohhh... æðislegur kofi og sandkassi!!!  Vá... heyrðu við komum bara til ykkar um helgar í staðin fyrir að fara í hjólhýsið .

Lára (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Magidapokus

Heyrðu kæri Hallur, orðið Magidapokus var notað yfir Hexiu de Trix á mörgum heimilum í "gamladaga" ég er búin a nota þetta nikk eða nafn bæði Magidapokus og líka Hexia í að verða 5 ár á netinu. Ég ætla ekkert að fara að skipta núna mörgum árum síðar.

og p.s. þá gúgglaði ég bara magidapokus og notaði þá mynd sem mér hennta mér, trúlega það sama og Baggalútsmenn hafa gert til að næla sér í myndina.

Magidapokus, 22.5.2007 kl. 14:27

4 identicon

Áááfram MAGIDAPOKUS!!!

Lára (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Magidapokus

mér er sama hvað þú segir en ég gúgglaði Hexiu de trix og fékk upp þessa mynd. Ég vænti þess að þú teljir þig ekki hafa einkarétt á Hexiu, og ég vænti þess lík að þú hafi einhverstaðar "stolið" myndinni sem þú breyttir. Ég grófáætla það líka að þegar vinir og kunningjar konunnar þinnar lesa efstu færsluna á blogginu mínu (sama hver hún er þá og þá stundina) sjái þeir strax að ekki er um vinkonu þeirra að ræða. 

Lifðu heill!!! 

Magidapokus, 24.5.2007 kl. 17:53

6 identicon

Hahaha þvílíkt rugl!

Fólk að íhuga hjónaskilnað hjá vinafólki sínu vegna myndar af Hexiu de trix á bloggi sem þau lásu. Jáhá, það þarf semsagt ekki meira til.

Magga (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband