1.12.2007 | 13:39
langt síðan síðast..
Ég bara verð að viðurkenna það að það er hætt að vera jafn aðkallandi að blogga fyrir vini og vandamenn þegar maður hefur engan heimalærdóm, verkefnaskil eða próflestur. En héðan af undirlendinu er svosem ýmislegt að frétta.
Við erum t.d. búin að festa okkur lóð og erum að fara að staðfesta kaupin á henni í næstu viku. Mun því framtíðar heimili okkar væntanlega verða Xxxxxxxland 1x ;) (þetta er jú internetið )
Anyway þá nálgast jólin eins og óðfluga.. eða eitthvað svoleiðis og við (lesist ég og Matti) erum komin í bullandi jólaskap. Þó megið þið óska mér góðs gengis og velfarnaðar þar sem ég ætla að reyna að draga hann Óla minn út að hegja upp útiseríur á eftir. Við skulum bara krossa putta að af þessu hljótist ekki skilnaður. Það er alltaf svo leiðó að standa í svoleiðis veseni svona rétt fyrir jólin. Þó í af því myndi hljótast ótvíræður sparnaður í jólagjafakaupum...
Svo er það Lotthildur eða fyrrveradi lokkaprúð hún fór í jólaklippinguna á dögunum og fjúfff þvílíkur munur.
Athugasemdir
Helló kella vonandi gekk vel að setja upp jólaljós. Lotta bara orðin fín fyrir jólin
Sjáumst á mánudaginn kella þinn (vinur) Sæunn 
Sæunn (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:56
mig langar í svona hund... hún er æði. Hvar fær maður svona krútt.
Mig langar svo að komast almennilega í jólafílinginn... kemur vonandi þegar ég get loksins flutt í mitt eigið
Anna Sigga, 2.12.2007 kl. 11:13
Sæunn : (vinur) hvað á það að þýða?? göngum við ekki í gegnum súrt og sætt sman fimm daga vikunnar??? held ég fái nú betri sess en bara kunningi
og já við erum enn í föstu sambandi hér, þrátt fyrir örlítinn ágrenning um hvernig best væri að standa að ljósauppsetningunni.
Anna Sigga: ég fékk þessa á Stokkseyri hjá konu sem er með Carales ræktun.. annars eru svona hundar um allar trissur bara að kíkja í smáauglýsingarnar. En þetta með jólafílinginn.. hann kemur um leið og ljósin koma upp
Magidapokus, 2.12.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.