Brrrrr

Hér er kominn vetur!

Fórum til Reykjavíkur í dag og það var alhvít heiðin, ekki nóg með það heldur var orðin alvhvít jörð á Fossi fyrir hádegi og þegar við komum til baka snjóaði í Hveragerði og hér heima. Núna tveim tímum síðar snjóar enn. Mann langar bara til að kúra undir sæng uppi í sófa og horfa á góða mynd en sjónvarpsdagskráin er nú ekkert til að hrópa húrra yfir frekar en fyrri daginn.

Annars er bara gott að frétta eins og áður. Við vorum að kíkja á Mola litla Guðjónsson, gullfallegur drengurinn. Svo eru Bragi og Eygló líka búin.. það kom strákur hvað annað. Af ML krökkunum eru aðeins komnar sára fáar stelpur, og hvað þá í fjölskyldunni hjá þeim Braga og Jóni ekkert nema strákar sem koma. En strákar eru flottir!

hellisheidi15sept

á Hellisheiði rétt um 13 í dag.

lotta

Hvernig er hægt að segja nei við þessi augu?  (já hún þarf að fara að fara í snyrtingu, það kemur að því)

lottapopp

Poppsjúklingar, en sumir eru stríðnari en aðrir...

mattiogmoli2

Matti og "Gaui" litli

moli1

 Alltaf gott að kúra hjá mömmu sinni

moliogmatti

Frændurnir aftur, spurning hvor fékk meiri sól í sumar?!? Wink

snjorsept1

snjorsept

Svo bara snjóar og snjóar og snjóar tekið um klukkan 19 þann 15. Sept 2007 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Krúttulegu, dásamlegu myndir.... my god þessi hundur er svo sætur..... þetta eru líka yndislega fallegir frændur þarna á ferð.

Anna Sigga, 20.9.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband