15.5.2007 | 21:12
Allt alveg kreisí
Svona standa semsagt málin, á morgun klukkan 3 verð ég búin með skólann. Einnig er ákaflega líklegt að ég verði aftur orðinn sunnlendingur eftir eina og hálfa viku.
En nú er það bara að klára síðasta hjallan, 10-15 bls leiðabók sem ég er ekki enn byrjðu á og déskollans klukkan er farin að ganga tíu. Annars er síðasta vika- hálfur mánuður búinna vera frekar bissí, og í kjölfarið þá er ég bara bókstaflega á síðustu orkudropunum.
Líkaminn minn er bara að gugna undan álaginu og ég er veik í fyrsta skipti í allan vetur eða svona næstum því. Ég man allavega ekki hvenær það var sem að ég veiktist síðast. Svo helltist bara í mig hálsbólga í fyrrinótt og í dag var ég með hita á generalprufunni fyrir kynninguna. Ekki alveg til að hjálpa til. Matthías tók líka svona klassíska prófa/verkefna veikinda törn og vaknaði í gær morgun með bullandi hita og lá í móki nánast allan gærdag.
En á svona stundum þakkar maður bara fyrir það að eiga góðann mann sem styður við bakið á manni
En já aftur að fluttningunum, við erum trúlega að flytja 26 maí. Við fórum að skoða um helgina húsið og það var nú hálf asnalegt að koma bara og skoða þar sem þau voru að mála og gíra og græja fyrir okkar komu!!
Anyway... best að klára síðasta "hengslast yfir word" kvöldið með stæl og klára fyrir miðnætti, bara 10-15 bls eftir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.