hitaskemmdir ávextir og frosið grænmeti...

Ég er þeim gáfum gædd að mér þykir gaman að versla, þá er ég ekki bara að tala um skó, bækur og þvíumlíkt. Nei nei mér þykir nefnilega nokkuð ánægjulegt að fara út í kjörbúð hvaða nafni sem hún nefnist og versla þar. Það er eitthvað svo undarlega þægilegt við það að fylla körfuna af mat og koma svo heim og eiga fulla skápa. Galli fylgir þó gjöf Njarðar, því oft á tíðum vill maturinn skemmast, ekki bara ávextirnir sem næstum eru komnir aftur að moldu í skálinni við gluggann. Heldur einnig maturinn í ísskápnum, grænmetið neðst verður smátt og smátt ónýtt ásamt því að opnar dósir og krukkur fara að skemmast. 
Af þessu mætti halda að allir skápar hjá mér séu uppfullir af skemmdum mat, það er aldeilis rangt því að skemmdirnar í ÍSskápnum mínum stafa nefninlega nánast eingönu af ÍS. Skápurinn sem keyptur var  í Elko á fyrsta búskapar ári okkar Jóns hefur sagt skilið við kælingu og einbeitir sér nánast eingöngu að frysting, þýðingu og svo aftur frystingu. 
Því stend ég frammi fyrir vali sem hljóðar upp á þetta:

Kaupa nýjan KÆLIskáp
Taka fram fyrir hendurnar á skápnum og henda grænmetinu strax í frysti og éta svo bara soðið grænmeti.
Hætta að kaupa grænmeti

Valið er svo stórkostlega erfitt að ég veit varla hvernig ég á að snúa mér... spurning hvort ég verði ekki að eyða dögunum fram að helgi í að velta mér upp úr þessu.

P.s. Jón er farin til Þýskalands, ég er að fara með Láru, Írenu og Aþenu í mjaltir... reyndar fá Matti og Lotta að fylgja með og ritgerðin er ekki komin aftur úr yfirlestri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna geturðu allavega tekið góðar myndir af skemmda matnum inni í ísskáp Takk fyrir gærdaginn Brynja mín... þetta var æði .

Lára (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband