Sænskar girðingar og ýmislegt annað

Í gær lærði ég að kveikja bál úti í skógi, hvaða við er sniðugast að nota í svona bál og hvernig best er að hafa eldstæðið ef maður ætlar sér að grilla sykurpúða og pylsur á því. Ennig lærði ég að mæla tré ekki með neinu nema spítu og lærði líka að búa til rjóður og síðast en ekki síst lærði ég að búa til skjólgirðingu úr engu nema trjám sem við klipptum í grenndinni, svona girðingu eins og hægt er að sjá í emil í Kattholti eða börnunum í Ólátagarði. Hana nú!

Annars er prinsessan á bauninni búin að fá nafn, hún hefur hlotið nafnið *trommusláttur* LOTTA SKOTTA var þetta ákvörðun sem tekin var sameiginlega af öllum fjölskyldumeðlimum að Lottu Skottu undanskilinni. Hún fékk engu um það ráðið hvað hún ætti að heita Joyful

Eitt enn því að í dag þann 18 apríl eru nákvæmlega 42 dagar þar til við flytjum !!

Og þar hafið þið það that´s all folks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Hvar lærðurðu þetta? Hvert ertu að flytja? og þú ert fyndnikrútt :)

Anna Sigga, 20.4.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Magidapokus

1. Valfag í kennó 
2. Selfoss
3. Að sjálfsögðu ....

Magidapokus, 21.4.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Magidapokus

1. Valfag í kennó 
2. Selfoss
3. Að sjálfsögðu ....

Magidapokus, 21.4.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband