She´s all or nothing!

IMG_7161b

Þetta er nýjasti fjölskyldu meðlimurinn.

Óskum eftir tillögum að nafni, nú þegar hefur mörgum nöfnum verið hafnað því dómnefnd skipa Jón Ó, sem er sérlundaður smiður, Matthías sem vill að hún heiti "Honino" en það er karlkynshvolpamynd af nafninu Helgi. Og síðast en ekki síst formaður dómnefndar ÉG, sem nú þegar hef hafnað nöfnunum Doppa, Píla og Snotra.

Við setjum inn fleiri myndir af prinsessunni síðar, eða þegar snúran af myndavélinni finnst. En þangað til þá endilega látið nöfnin vaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjútífúl er hún! Með nöfnin er ég ekki klár.. Ronja, Freyja, Salka finnst mér fallegt. Bara til að nefna eitthvað.

Hlakka til að sjá krúttið.

Magga (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:35

2 identicon

Jahérna. Krúttí smúttí! Ef ég væri að fara að gefa hundinum mínum nafn, myndi ég leyfa Matta að ráða. Mér finns Honino alveg prýðilegt nafn. Kannski að "stelpa" það aðeins upp og hafa það Honínjó eða kannski Krúttlís með vísan til Turtles hehe... það væri nú ekki leiðinlegt að eiga Turtles tík... En hvað hét nú aftur hundurinn í The Never ending story, fyrst ég er nú farin að tala um kvikmyndahunda... Eða þá bara Lassý? eða þá Beethoven-ína kölluð Beta eða Ína???

Ef þig vantar fleiri hugmyndir þá skaltu bara hringja... eða koma og borða í skólanum í dag

Lára (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:07

3 Smámynd: Magidapokus

aha aha... Góðar hugmyndir stelpur

Lára ég er heima í fæðingarorlofi... eða heima að læra með prinsessunni á bauninni ;)

Magidapokus, 16.4.2007 kl. 11:05

4 identicon

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.  Honino er flott nafn eða bara Honi.  Þú fékkst nú á sínum tíma að ráða nafninu á Bansa svo ég legg til að Matti fái að ráða (með  góðum tillögum frá frænku sinni )

Halldóra (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:48

5 identicon

Til hamingju með nýju prinsessuna:-) Hún hét Irma hérna ein gömul vinkona okkar skírði hana í höfuðið á sér:-) Gott að allt gengur vel verð í bandi við þig kveðja Eyrún og systkini krúsu

Eyrún (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:19

6 identicon

Oooh hvað hún er sææt!! :)
Til hamingju með hana!
Vildi að ég gæti komið með nafnahugmyndir en hef ekkert vit á hundanöfnum hehe

Rakel (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband