10.4.2007 | 21:04
Feit og pattaraleg
eins og margir aðrir eftir páskahátíðina.
Við eyddum helginni í sveitasælu uppsveita Árnessýslu okkur til mikillar ánægju. En nú tekur alvaran við á nýjan leik. Ekkert elsku mamma eða neitt svoleiðis því nú er það bara að klára lokaritgerð og engar refjar.
Merkilegt nokk hvað ég get tekið mér fyrir hendur til að fresta því að skrifa, á þessum síðustu vikum og dögum hef ég tekið upp á ólíklegust hlutum til þess eins að fresta skrifum. Ég bakaði 4 sortir í síðustu viku, ég sem nánast aldrei baka. Ég tók til á hverjum einasta degi, náði að klára niður þvottafjallið og þurrka af. Ég leitaði að gömlum teiknimyndum á netinu og bloggaði á nýju bloggi sem ég gat dundað mér við að hanna. Síðast en ekki síst þá tók ég til í uppskrifta hrúgunni minni áðan og þá er mér allri lokið.. nú hlít ég að eira við það að skrifa þó það væri ekki nema örfáar línur... Eða hvað ?
Já Lára þarna töflurnar eru sko að virka.. og klukkan ekki nema lítið!! Hvað gera Danir þá neeee bara grín, vil ekki að þú hugsir svona um mig
Athugasemdir
Hehehehehe... ég sagði´ðérðað
Lára (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 00:21
Heyrðu nú Brynja Róleg!!! Skrappstu nokkuð til Tennessee og kveiktir í húsinu hans Cash... Ég spyr bara svona af því að hann bar á góma í gær og þú talaðir nú ekki fallega um hann... Vona bara að töflurnar hafi ekki komið einhverri árásarhneigð af stað... er karlinn kannski ekki að standa sig hehehe...
Lára (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:25
hvaða hvaða.. hvað kemur þér til að halda að árásarhneið sé eitthvað tengd þessu!! Ef eitthvað er verð ég elskulegri með hverri mínútunni sem líður
Magidapokus, 11.4.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.