3.4.2007 | 17:31
Almáttugur!!!
Af þeim stelpum sem áttu á svipuðum tíma og ég, sú sem hafði mitt barn hvað lengst á brjósti "alveg" til 9 mánaða. Sumum var farið að finnast það alveg nóg og ég var líka orðin alveg til í að eiga brjóstin mín ein... Þessi kona er því það sem mér finnst eiginlega bara krípi, svona ef ég á að segja alveg eins og er http://www.youtube.com/watch?v=uHRyRCHuQ7g
Annars vorum við Matti að baka áðan horn og múffur þar sem bæði tvennt heppnaðist glæsilega hjá okkur ætla ég bara ykkur til yndisauka að setja uppskriftirnar hérna inn
Horn :
5 dl mjólk
4 tsk þurrger
70 g smjör (ég notaði sko 70 gr olíu svona til að reyna að holla aðeins upp á þetta)
1 msk sykur
1 tsk salt
8- 10 dl hveiti
Skinkumyrja
Hitið mjólkina í 37 gráður og blandið gerinu saman við, bræðið smjörið. blandið sykri salti og hluta af hveitinu saman við vökvann. bætið smjörinu útí. látið degið vera þykkt en vel hræranlegt. Hrærið þar til það verður seigt. Látið deigið hefast í 30-40 mín á hlýjum stað. Bætið hveiti út í degið eftir þörfum hnoðið þar til sprungulaust, skipti niður í 3-4 hluta og fletjið hvern hluta út skerið eins og pizzu, setjið uþb teskeið af myrju á hvern hluta og rúllið upp setjið í ofn á svona uþb 180 gráður þangað til hornin verða gullin á lit.
svo er það Múffurnar ég gerði súkkulaðibita útgáfuna með tveim tsk af kakói. Ef Múffurnar eiga ekki að klárast samdægurs hjá meðalstórri fjölskyldu mæli ég með því að gerð sé tvöföld uppskrift.
Muffins - (lítil uppskrift)
Grunnuppskrift:
150 gr smjörlíki
2 dl sykur
2 egg
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
½ dl heitt vatn - (gott að nota jógúrt líka)
1. Hrærið smjörlíkið og sykur vel. Einu eggi í senn bætt saman við og hrært vel á milli.
2. Vatn og bragðefni og sigtað hveiti og lyftiduft bætt saman við. Ein matskeið af deigi í hvert form, bakað við 200°c hita í 10 mínútur.
Appelsínu-: 1 skammtur grunndeig, safi og hýði af einni appelsínu. Glassúr: ½ dl flórsykur, 2 tsk appelsínusafi, fínt saxað appelsínuhýði.
Súkkulaði-: 1 skammtur grunnuppskrift, 1 msk kakó, rommessens eða rúsínur.
Bláberja-: 1 skammtur grunnuppskrift , 1 ½ dl frosin bláber eða fersk.
Súkkulaðibita-: 1 skammtur grunnuppskrift, 100 gr súkkulaði saxað, gott að nota piparmyntu eða appelsínu.
Ps ég verð að bæta aðeins við þessa færslu ég fór á www.youtube.com og fann þar nokkur myndbönd sem eiga við nostalgíufærsluna.
þetta fyrsta er fyrir Matthildi og Þórunni : http://www.youtube.com/watch?v=9iY7mnX_hVk&mode=related&search=
næst er af lafði lokkaprúð: http://www.youtube.com/watch?v=UZR2viCWuHA
Bangsi bestaskinn: http://www.youtube.com/watch?v=zMNZqRH2n7A
Kærleiksbirnirnir http://www.youtube.com/watch?v=wfsrjGb7LcE
Póníhestarnir http://www.youtube.com/watch?v=98XkB4bh7ic
Tuskubrúðurnar http://www.youtube.com/watch?v=vrDiW00__C4
Athugasemdir
Jesús minn... mér finnst brjóstakonan bara alveg mega gleyma sér! Ok, fólk verður að fá að haga sínu "brjóstalífi" eins og það vill en... mér finnst þetta afbrigðilegt og gera lítið úr þroska barnanna og áhrifunum sem þetta gæti haft á þau í framtíðinni. Ætli þessu fólki þyki það líka eðlilegt að börnin séu kannski vakandi uppí á meðan þau eru að gera "hitt"... af því að það er nú svo náttúru- og eðlilegt líka?!?!?! Hvar dregur maður mörkin? Mér finnst þetta mikil óvirðing gagnvart einkalífi barnanna og móðurinnar... æi... gæti alveg hneykslast og bullað um þetta fram og til baka í allan dag og langt fram á næsta dag og næsta... en ég þarf að gera lokaritg... andsk...
Lára (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 09:38
Ég er kannski klikkuð en mér finnst þetta virkilega ógeðslegt. Stelpunum þarna finnst að börn ættu aldrei að hætta á brjósti, hvað segir það? Konan er greinilega bara ekki tilbúin að sleppa takinu og senda "litlu" börnin sín út í hinn harða heim. En fyrr má nú vera! Jesús.
Þú varst nú ekkert svo lengi með Matta á brjósti, það var bara fyndið að sjá þig í gegnblautum bol á djamminu. ;)
Magga (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:13
ahhh það djamm, ansi var það nú gaman en já ég er fullkomlega sammála ykkur með þenna ógeðishluta, mér finnst þetta eitthvað sem kalla mætti ónáttúrulegt þrátt fyrir það sem konan segir um náttúrulegheitin.
og Magga það voru nú alveg "sumir" ef þú veist hvað ég á við sem fannst þetta vera orðið alveg nóg hjá mér....
magidapokus (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.