Nostalgía

Ég er búin að komast að því á síðustu árum að ég man ótrúlega lítið eftir því sem ég horfði á í sjónvarpi sem krakki, ég man svona þátt og þátt, en ég get ómögulega munað nöfnin á þeim. Ég er samt búin að við  að mér smá svona safni af minningum eins og t.d. þessar hér:

jemJem voru svakalegar píur, þær voru með bleikt og fjólublátt hár og sungu lög sem ég kunni "utanaf" þó trúlega hafi enskan ekki skilist. Ég ekki viss um að þættirnir hafi verið í íslensku sjónvarpi en Þórunn systir fór með ömmu, afa og Möttu til Kanada og komu aftur með dúkkurnar og SPÓLU með lögunum þeirra. Ég eyddi miklum hluta æsku minnar í að stelast til að leika mér að dúkkunni og hlusta á spóluna. 

gallery_clipart4Lafði Lokkaprúð, þessar teiknimyndir held ég að hafi verið á stöð tvö. Ég man reyndar ekki svo vel eftir þeim nema fyrir það að ég átti DÚKKULÍSUR með þeim. Ég held jafnvel að ég eigi þær enn einhverstaðar ofan´í kassa. þið getið skoðað allt um lafði lokkaprúð á www.ladylovelylocks.org

info1 Bangsi bestaskinn, það var nú æði sem flestir tóku þátt í. Ég reyndar gerðist nú ekki svo fræg að eignast bangsa bestaskinn dúkku sem hægt var að setja kasettu í og hlusta. En ég er sannfærð um að ég missti ekki af einum einasta þætti. 

 

 

 Care_Bears_Easter

 Kærleiksbirnirnir, þeir voru ein af fyrstu teiknimyndunum sem ég man eftir á stöð tvö, ekki það að við höfum haft stöð tvö fyrr en löngu eftir að stöðin hóf göngu sína. En ég man eftir að hafa horft á þetta hjá ömmu og afa, á Fossheiðinni og svo auðvitað heima þegar búið vara að suða út stöð tvö. Ég sá svo fyrir nokkrum mánuðum að kærleiksbirnirnir væru aftur komnir á dagskrá, hvort þeir séu þar enn veit ég ekki. www. care-bears.com 

 

 

 

duckulaBrakúla greifi, var í mörg mörg mörg mörg ár í sjónvarpinu, mér fannst þetta ekkert brjálæðislega skemmtileg teiknimynd en hún var í morgunsjónvapinu og þá horfði maður á hana..... 

svo koma nokkar hérna bara til að rifja upp fyrir ykkur.. en þær voru að sjálfsögðu miklu miklu fleirigoodman03_muppetBabies

  

  

my_little_pony

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Paddington%20Bear%20(3)

 

 

 

 

 

 

  

 

raggydolls5

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttó...

Lára (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:28

2 identicon

Ohh manni langar að verða barn aftur þegar að maður sér svona. Ég gerðist svo fræg að eignast bangsa bestaskinn með kasettu, á bangsann enn er búinn að týna kasettunni :( Ég tími alveg að lána þér hann ef það huggar þig eitthvað:)

Kv Telma bekkjó

Telma (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:05

3 identicon

Vá, flassbakk maður!

Magga (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband