18 dagar og niðurtalning hafin..

já það eru 18 dagar í Riga, fyrsta utanlandsferðin mín í skrilljon ár og ekki að ástæðu lausu. Tilfinningar mínar sveiflast hægt á milli tilhlökkunar og nagandi kvíða. Eins og flestir sem mig þekkja vita að ég er flughrædd, nema hvað að nú er ég búin að fá töflur, róandi við hræðslunni. Okei, þannig að ég er ekki bara hrædd við flugið heldur einnig við að prufa töflurnar.. verður þetta þannig að slefan lekur niður hökuna á mér allt flugið, snar rotast ég eða munu töflurnar kannski ekki virka. Mun ég fá móðursýkiskast yfir Eystrasaltinu eða sef ég yfir Svíþjóð? og ég hef ekki nema 18 daga til að vellta mér upp úr þessu....

Til að leiða huga ykkar frá mínum kvíða, (því ef þið eruð eins og ég er ykkur farið að kvíða bara með því að lesa klausunaErrm) já þá get ég sagt ykkur fréttir.. Reyndar er ég nú búin að segja ansi mörgum frá þessu en.... NEI STOPP ÉG ER EKKI ÓLÉTT, HÆTTU STRAX AÐ HUGSA ÞETTA... fréttin er önnur já við skötuhjúin erum bara búin að festa okkur lóð! Jább bara að fara í byggingaframkvæmdir eftir jólin. Það veitir ekki af því að eyða öllum þessum peningum sem við skítum í eitthvað svona gæluverkefni, já einmitt eigum við að ræða það eitthvað frekar? Nei ég hélt ekki...

mmm ætla að setjast niður með körlunum mínum tveim og horfa á Næturvaktina... ef þið eruð enn kvíðin eftir að hafa lesið kvíðalesninguna hérna uppi þá er jóga voða gott við því, slökun og svo á ég líka töflur Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Ég er líka ógeðslega flughrædd.. og hriðjuverkahrædd.. og ég er hrædd um aðra sem fara til útlanda, enda fékk ég ótrúlega mikinn kvíða við að lesa færsluna.

  Til hamingju með lóðina og fyrirhugað heimili ykkar

  Kannski maður fái eins og eina töflu hjá þér

Anna Sigga, 24.9.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband