Af heimilislífi á suðurlandi og öðrum hlutum

já Lára biður um blogg og blogg skal hún fá!

Hér á bæ er allt í lukkunnar velstandi, Hr Veigar kom sá og sigraði á leikskólanum. Hann lét eins og hann væri að koma aftur eftir sumarfrí en ekki að byrja á nýjum, sem er náttúrlega bara frábært fyrir alla aðila. Aftur á móti er matarástin ekkert að kæfa drenginn um þessar mundir. Borðar ekki neitt sem hann sér fyrir sér lifandi. "Hvað var þetta einu sinni" er viðkvæðið og hann er þrjóskari en andsk... þegar fiskur er á borðum. Finnst það eitthvað svo óttarlega klígjulegt að hann hafi eitt sinn synt í sjónum, og drengurinn kúgast þegar hann sér heilan fisk í fiskborði.

Annað sálfræði stríð er háð á hverjum degi við dömuna á heimilnu (sem er ekkert svo mikil dama þegar allt kemur til alls) Hún (Lotta) heldur nefnilega að hún sé mannabarn en ekki hálfstálpaðu hvolpur. Hún borðar ekki hundamat nema þegar í harðbakkann slær. Henni finnst fátt betra en mannamatur og eins og hún er nú stutt í loftinu er magnað að sjá hversu langt hún getur teygt sig eftir smá matarbita, sem flokkast ekki undir hunda- eitthvað. Í beinu framhaldi af því er varhugavert að skilja eftir stóla  úti á gólfi, hún hefur nefnilega séð sér fært að komast upp á þá og svo upp á borð þar sem oftar en ekki er "mannamatur" í boði. Um daginn kom ég heim úr vinnunni og þá var hálf étið epli á gólfinu... hundurinn étur sko allt bara ekki hundamat. En best var þó á sunnudaginn, þá grilluðum við lambakjöt (sem Matti borðar EKKI því að hann á lömb!!!) kartöflur og annað meðlæti. Eftir matinn var dágóður hluti af matnum eftir og Jón sá fyrir sér að hann hefði ansi góðan nestiskost með sér í vinnuna. Innan við korteri síðar var nestið horfið með húð og hári... þá hafði víst gleymst að færa stólinn upp að borðinu svo Lottu Skottið sá um rest.Woundering

Annars gengur bara flott hjá mér í nýju vinnunni... og fátt meira um það að segja. Nema að ég er búin að fá hrósblaðið í hendur, ef einhver vill þá get ég sent það.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra hvað allt gengur vel :) Ég man hinsvegar ekkert eftir þessu hrósblaði sem þú varst að biðja um en ef það er eitthvað fútt í því máttu alveg senda mér :)

María (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Magidapokus

já ég er að fara að senda þér það ... bara núna eftir 5

Annars er þetta blað sem ég fékk frá Önnu Kristínu svo það ætti að vera til á brákó

Magidapokus, 29.8.2007 kl. 16:51

3 identicon

Takk takk Brynja mín... 

Hehehe... Aþena fór einhverntíman að pæla í þessu með kjötið. Svo fékk hún lambakjöt og gat ekki borðað það af því að það hreyfði fæturna uppí henni :S Svo bara hætti þetta...

Er í tíma hjá henni GK sem var með tímann þarna í vor þegar... æi... þú manst... þegar sumir voru að gagnrýna og hún var bara bitch! Jæja... en hún er með fyrirlestur og ég held að lífslöngun og lífsgleði hér í salnum hafi minnkað um helming frá því allt fólkið fór á fætur í morgun.

Hlakka til að sjá þig (og ykkur hinar í saumó sem lesið þetta ;) 

Lára (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 10:44

4 Smámynd: Anna Sigga

 Vá, töffara sonur sem þú átt. Bara hrókur alls fagnaðar og svona fallega góðhjartaður dýravinur að auki.

 Ég sé fyrir mér algjöran krúttuhvolp, mannhundur hefur fengið nýja merkingu...

Anna Sigga, 30.8.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband